Fréttir

Birgir Björn til Þýskalands

Körfubolti | 10.09.2015
Birgir Björn í baráttunni á síðasta tímabili. Ljósmynd: Baldur Smári Ólafsson.
Birgir Björn í baráttunni á síðasta tímabili. Ljósmynd: Baldur Smári Ólafsson.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag hefur miðherjinn sterki Birgir Björn Pétursson ákveðið að söðla um og reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Birgir hefur samið við liðið UBC Münster í Þýskalandi sem leikur í Regionaliga West deildinni sem er í fjórðu efstu deild þar í landi. Birgir átti ljómandi gott tímabil með KFÍ í fyrra og var með 18,1 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í leik í deild og bikar.

 

Birgir hóf feril sinn hjá KFÍ og lék með liðinu bæði í 1. deild og úrvalsdeild áður en hann hélt suður þar sem hann lék með Þór Þorlákshöfn, Stjörnunni og Val. Það var ánægulegt fyrir KFÍ að fá Birgi Björn aftur heim á síðasta tímabili, og njóta krafta hans á parketinu á Jakanum á ný, en það er ekki síður ánægulegt að sjá þennan öfluga leikmann taka skrefið út í hinn stóra heim. KFÍ óskar Birgi Birni góðs gengis á nýjum vígstöðvum.

Deila