Fréttir

Breikkum bakvarðasveit körfunnar

Körfubolti | 14.10.2019
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.
Meistaraflokkur karla 2019 ásamt stjórn og þjálfurum.

Nú er körfuboltatímabil meistaraflokks hafið og spennandi vetur framundan. Strákarnir unnu sinn fyrsta leik á útivelli og mæta Selfossi í fyrsta heimaleiknum á föstudaginn kemur. Liðið í vetur er skipað ungum heimamönnum í bland við reynslumikla leikmenn. Pétur Már Sigurðsson er nýr þjálfari liðsins en hann tók við strákunum nú í haust.

Eins og gefur að skilja er í mörg horn að líta í upphafi tímabils og ljóst að annasamur vetur er framundan. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra ber hitann og þungan af rekstri deildarinnar og öllu utanumhaldi meistaraflokks. Til að gera tímabilið framundan sem skemmtilegast og árangursríkast leitar stjórn nú til stuðningsmanna Vestra eftir aðstoð við ýmis störf sem til falla, einkum í tengslum við heimaleiki og fjáraflanir.

Allir þeir sem hafa áhuga á að aðstoða við umgjörð heimaleikja eða koma að starfinu á annan hátt eru hvattir til að hafa samband. Formaðurinn okkar, Ingólfur Þorleifsson, tekur glaður við skilaboðum á facebook eða í gegnum tölvupóst formadur-karfa@vestri.is. Hann svarar líka í síma 897-6293. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook síðu Kkd Vestra.

Dæmi um verkefni í kringum heimaleiki sem gott væri að fá aðstoð við:

  • Uppsetning vallarumgjarðar og stúku
  • Gæsla
  • Hamborgaragrill
  • Miðasala
  • Vinna á ritaraborði
Deila