Fréttir

Breytingar á leikmannahópi Vestra

Körfubolti | 17.12.2018
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við króatíska leikmanninn Jure Gunjina um að leika með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný 1. janúar. Jure tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í kvöld og mun dvelja á Ísafirði næstu daga við æfingar. Fyrsti leikur hans með Vestra verður gegn Hetti hér heima þann 11. janúar. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður Jure hjartanlega velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.

Jure hefur leikið fjóra leiki með með Breiðabliki í úrvalsdeildinni í haust og skilaði í þeim að meðaltali 12,5 stigum, 7,8 fráköstum og 2,3 stoðsendingum. Besti leikur hans með Blikum var gegn Tindastól í byrjun desember en þar skilaði hann öflugri tvennu með 18 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar.

Jure Gunijina er fæddur árið 1992 og er 203 setntímetrar á hæð, fjölhæfur leikmaður með gott skot og mjög hreyfanlegur.  Jure hefur leikið með Georgia Sothwestern í bandaríska háskólaboltanum, með Magia Huesca í LEB-Gold deildinni á Spáni og með Newcastel Eagles á Englandi á síðasta keppnistímabili.

Ljóst er að Andre Hughes, sem leikið hefur með liðinu í haust, mun ekki gera það áfram en hann þurfti að fara snemma jólafrí af persónulegum ástæðum. Stjórn Kkd. Vestra þakkar Andre fyrir hans framlag í haust og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Deila