Fréttir

Búningamátun fyrir yngri flokka

Körfubolti | 10.09.2015

Nú líður að því að KFÍ taki nýja búninga í notkun en allt stefnir í að félagið keppi undir merkjum KFÍ í vetur þar sem stofnun nýja íþróttafélagsins, Vestra, hefur tafist nokkuð.

 

Boðið verður upp á mátun á næstu dögum fyrir yngri flokka félagsins og fer hún fram í íþróttahúsinu á Torfnesi nú á laugardag kl. 11-13 og á mánudag kl. 16-18. Búningarnir greiðast við afhendingu síðar í haust og kosta 9.000 krónur. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til mátunar og pöntunar nú þar sem ekki liggur fyrir hvenær pantað verður á nýjan leik.

Deila