Bandaríkjamennirnir okkar, Craig Schoen og Cristopher Miller-Williams eru komnir til landsins og klárir í slaginn. Héldu þeir með hópnum til Patreksfjarðar og hafa verið þar við æfingar alla helgina. Ánægjulegt að sjá Craig mæta í sitt 4. tímabil með okkur. Hann þekkir sig vel og fellur ávallt vel íhópinn. Chris hefur nýtt ferðina til að kynnast piltunum og fellur vel inn í hópinn og er greinilega hörkuleikmaður og drengur góður.
Deila