Fréttir

Daníel og Helgi Snær klárir í slaginn í vetur

Körfubolti | 30.09.2017
Bakverðirnir Daníel Wale (t.v.) og Helgi Snær (t.h.) ásamt miðherjanum Nemanja Knezevic á æfingu í Bolungarvík.
Bakverðirnir Daníel Wale (t.v.) og Helgi Snær (t.h.) ásamt miðherjanum Nemanja Knezevic á æfingu í Bolungarvík.

Nú styttist í að keppni á Íslandsmótinu í körfuknattleik hefjist en fyrsti heimaleikur Vestra fer fram þann 6. október næstkomandi þegar Snæfell kemur í heimsókn. Leikmannahópurinn hefur æft vel í sumar og undirbúið sig af kappi. Meðal þeirra sem hafa lagt hart að sér á undirbúningstímabilinu eru tveir ungir leikmenn, Daníel Wale Adeleye og Helgi Snær Bergsteinsson, sem á dögunum skrifuðu undir leikmannasamninga.

Daníel er ungur og efnilegur bakvörður fæddur árið 2001. Hann er uppalinn innan raða KFÍ og Vestra og hefur leikið með félaginu upp yngri alla yngri flokka. Hann tekur nú skrefið inn í meistaraflokk en mun einnig leika með unglingaflokki á Íslandsmótinu.

Helgi Snær Bergsteinsson er einnig bakvörður fæddur árið 1996. Hann hefur undanfarin ár æft og leikið með meistaraflokki og unglingaflokki. Helgi steig sín fyrstu skref með meistaraflokki á stóra sviði úrvalsdeildarinnar vorið 2014 í leik gegn Stjörnunni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 stig.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra óskar piltunum til hamingju og hlakkar til samstarfsins.

Deila