Þá er komið að Domineos deildinni eftir smá hlé og eru gestir okkar að þessu sinni lið ÍR úr Breiðholtinu. Þar eru flottir drengir samankomnir með mikla reynslu og verða þeir án efa gjörsanlega klárir í viðureign þessa á Jakanum.
Hér eru þeir helstu frá ÍR.
Eric James Palm er þeirra stigahæstur og leiðir liðið með 24 stig í leik. Hann er eitruð þriggja stiga skytta með um 52% nýtingu.
Nemanja Sovic er frábær leikmaður hokinn af reynslu og er með 18 stig í leik og 7 fráköst.
Hreggviður Magnússon kann þetta allt og var undafarin tvö át með KR, en er nú kominn heim. Hann er með 14 stig í leik.
Isac Miles er nýr leikmaður ÍR en lék áður með Tindastól. Hann er mjög duglegur og spilar stöðu leikstjórnanda. Hann er með 10 stig og 5 stoðsendingar.
Sveinbjörn Claessen hefur verið óheppinn með meiðsl undanfarin ár, en er nú í toppformi og bætir við 8 stigum í leik.
Hjalti Friðriksson er öflugur og góður varnarmaður og er með 6 stig í leik og 5 fráköst.
Það er engan bilbug á okkar mönnum að finna og allir klárir í slaginn. Þetta verður án efa hörkuleikur og mikilvægur fyrir bæði lið. ÍR er með jafnmörg stig og við eða fjögur og því um fjögurra stiga leik að ræða. Við þurfum á öllum að halda á Jakann á fimmtudaginn 29. nóvember og hefst leikurinn kl.19.15
Pulsur "a la Guðni Ólafur" verða á staðnum þannig að fólk getur nært sig fyrir leik. Skotleikur Flugfélags Íslands og KFÍ verður að sjálfsögðu í boði. Þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða. "Upp úr sófa og inn á Jakann"
Fyrir þá sem eru fyrir utan svæðið þá er leikurinn að sjálfsögðu í beinni hjá KFÍ-TV og er hlekkur hér til hægri á síðunni, BB sjónvarp verður einnig á staðnum til að taka "háljós" af leiknum
Áfram KFÍ
Deila