Fréttir

Dregið í Powerade bikarnum í dag

Körfubolti | 19.10.2010
Dregið var í dag. Mynd kki.is
Dregið var í dag. Mynd kki.is
KFÍ mætir annað hvort Grindavík-b eða Tindastól-b í Powerade bikarkeppninni. Powerade er nýr styrktaraðili KKÍ og fögnum við því. En það verður sem sagt leikur hjá okkar mönnum gegn sigurvegara fyrrnefndra liða.  Áætlaðir leikdagar fyrir leikina í 32. umferð eru frá föstudeginum 5. nóvember til og með mánudeginum 8. nóvember. KFÍ fær heimaleik ef það mætir Tindastól-b en útileik ef það mætir Grindavík-b.

Annars eru upplýsingar um dráttinn hér á www.kki.is Deila