Fréttir

Drengjaflokkur - Tap gegn Val í fjórframlengdum leik

Körfubolti | 02.11.2009
Leó barðist vel í þessum leik eins og allir KFÍ drengirnir.
Leó barðist vel í þessum leik eins og allir KFÍ drengirnir.
1 af 7
Það vantaði ekki dramatíkina í leik KFÍ og Vals í drengjaflokki.  Fjórar framlengingar og verulega seinkun á flugi til Ísafjarðar þurfti til að fá fram úrslit en því miður töpuðu okkar piltar þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri.  Þessi leikur fer í reynslubankann hjá piltunum þannig að ljóst er að við tökum næstu framlengingu sem við lendum í.

KFÍ var með yfirhöndina allan leikinn og í raun klúður að tapa þessum leik.  Við  náum strax yfirhöndinni í fyrsta fjórðung með öflugri maður á mann vörn.  Komumst fljótlega í 11-5 og leiðum eftir fyrsta fjórðung 18-15.

Sagan hélt áfram í 2. fjórðung, við pressuðum vel á bakverði Valsara sem áttu í mesta basli með að koma boltanum á þeirra besta mann Þorgrím Björnsson, alias Togga.  Forystan í hálfleik 31-23.

Í þriðja fjórðung höldum við dampi og leiðum í lok hans 54-46, Valsarar komnir í svæðisvörn en við náum að leysa það sæmiliega með ágætri hittni.

Í fjórða fjórðungi var ekkert sem benti til annars en KFÍ sigurs, við héldum góðri forystu og komumst mest yfir 15 stigum um miðjan fjórðung, 69-54.  Svo hætta okkar drengir að sækja á körfuna og taka ýmsar misgáfulegar ákvarðanir og missum unnin leik úr stöðunni 74-66 í 74-74 og framlegning staðreynd.  Valsarar skora þarna 2 þriggja stiga körfur og Toggi jafnar svo leikinn í restina og við náum ekki góðu skoti.  Við hefðum hæglega getað komið í veg fyrir þessar körfur Valsaranna og eins skorað sjálfir.

Fyrsta framlenging:  Við byrjum betur, náum forystu og höfum þriggja stiga forystu og Valsarar eiga innkast og 5 sekúndur eftir.  Okkur tekst að brjóta á þeim í þriggja stiga skoti og leikmaður þeirra setur niður öll 3 skotin og önnur framlenging staðreynd. 82-82

Önnur framlegning:  Valsarar byrja með látum og skora 7 fyrstu stigin og komast í 89-82.  Við komnir með bakið upp að vegg og engu og tapa og allt að vinna og þá setja strákarnir allt í botn, herða vörnina og skora 10 stig í röð og ná forystunni.  Við erum síðan 3 stigum yfir og Valur enn og aftur með innkast, ca. 10 sek eftir.  Eftir mikla baráttu berst boltinn til eins Valsarans, Jóns Einarsson sem smellir niður þristi um leið og leiktíminn rennur út.  Þarna höfðum við nokkur tækifæri á að ná boltanum og eins að brjóta á þeim, því þeir máttu ekki ná þriggja stiga skoti, betra að senda þá á línuna í tvö víti, jafnt aftur 94-94 og farið að styttast ískyggilega í flug.  Þess bera að geta að vítanýting í þessari framlengingu hjá okkur var 4-0!

Þriðja framlenging:  Nú var hart barist og allt í járnum, við náum þó þriggja stiga forystu þegar ca 90 sek eru eftir en þeir ná að skora körfu og úr einu víti og við með boltann í restina en förum mjög ill að ráði okkur, náum ekki einu sinni upp skoti, í þessari framlengingu vantaði mjög að einhver tæki af skarið og þyrði að sækja á körfuna, menn almennt mjög hikandi.  Á svona tímapunktum kemur oft í ljós úr hverju menn eru gerðir, menn verða að þora til að skora og  það vantaði svo sannarlega að einvher stigi upp og kláraði dæmið eins og þeir gerðu svo vel þegar við vorum langt undir í 2. framlengingu.  102-102 og enn ein framlengingin staðreynd og Flugfélagsmenn farnir að ókyrrast verulega, 10 mínútur í brottför.  3 víti forgörðum í þessari framlengingu.

Fjórða framlenging:  Valsarar byrja betur, ná 4 stiga forystu, við jöfnum 110-110 en Valsarar skora 4 síðustu stigin og vinna þennan æsilega leik 114-110.  2 víti framhjá hér.

Eftir leik var henst út á flugvöll og við náum ekki á flugvöllinn fyrr en 15 mínútum eftir auglýstan brottfarartíma.  Viljum við nota tækifærið og þakka Flugfélagsmönnum skilninginn en félagar okkar hér á Ísafirði fengu starfsbræður sína syðra til að hinkra.

Stigaskorið                                                                    Stig          vítanýting       þriggja
Florijan Jovanov 27 2-0 5
Leó sigurðsson 25 5-0 3
Guðmundur Guðmundsson 15 7-5 2
Jón Kristinn Sævarsson  14 10-5 
Stefán Díegó  13  4-2 
Hákon Atli Vilhjálmsson     
Hermann Hermannsson     
Sævar Þór Vignisson     
       

Stigahæstur Valsara var fyrrnefndur Toggi og skoraði hann heil 45 stig á okkur og því miður gekk okkur ekki betur að stöðva hann en raun bar vitni en fyrir leik vissum við vel að hann væri þeirra lang hættulegasti maður.

Að lokum verður að minnast aðeins á framkvæmd leiksins en því miður réðu dómarar leiksins engan veginn við leikinn.  Ekki ætla ég að kenna þeim um tapið en drengjaflokksleikir eru mjög erfiðir leikir, mikið kapp í drengjunum og mikið um átök, óreyndum mönnum er enginn greiði gerður með að vera settir í leik sem þennan og þeir voru manna fegnastir er leikur klárast.  Lítilmannlegt þykir að kenna öðrum um tap og sér í lagi þegar vítanýtin er 28-12.  Menn eiga ætíð að líta í eigin barm áður en þeir fara að kenna öðrum um eigin ófarir.  16 víti framhjá í leiknum!!!

Eins voru óvanir menn á borði sem réðu illa við klukku og skýrslugerð en mikilvægt að þeir hlutir séu í lagi.  Þessir strákar eru að leggja mikið á sig og leiðinlegt að minningin eftir þennan annars frábæra leik skuli snúast um framkvæmd leiksins en það var það eina sem komst að hjá okkar piltum.

Við skulum vona að þeir læri eitthvað af þessu en svona leikir eiga bara að fara í reynslubankann svo menn vita hvernig bregðast skuli við næst þegar svona aðstæður koma upp.

Deila