Körfubolti | 09.10.2010
Sterk liðsheild skóp sigur í dag!
Drengirnir í KFÍ sigruðu Stjörnuna í dag. Lokatölur 68-58. Það var hörmung að sjá til strákanna í byrjun leiks. Þeir voru alls ekki á parketinu með fæturnar, og afhetu boltann í gjafaumbúðum til Sjörnunnar sem fengu svona smá jólatifinningu og gengu á lagið. Staðan eftir fyrsta leikhluta 8-17. KFÍ tók aðeins á í öðrum leikhluta og baráttan fór að aukast, en aðeins eftir að Stjarnan náði 18 stiga forustu tóku þeir smá sprett og staðan þegar góður dómarar leiksins Ari Gylfason og Edin Sulic flautuðu til hálfleiks 24-30.
Það var allt annað og betra lið KFÍ sem mætti til leiks eftir te hléið. Strákarnir fóru að spila betur saman og sókanrleikruinn varð markvissari. Þarna fór Hermann Óskar fyrir okkar mönnum og lét í sér heyra sem varð til þess að fjölmargir áhorfendur tóku við sér og tóku þátt í að öskra drengina áfram. Nú fóru körfurnar að detta og frákasta maskínurnar Sævar Þór og Andri rifu knöttinn af hringnum hvað eftir annað. Strákarnir unnu þrija leikhluta 17-12 og staðan orðinn 42-41 og allt opið fyrir bæði lið.
En þegar þarna var komið kom Jón Kristinn nokkur til sögunnar og dreif félaganna áfram ásamt því að Sigmundur fór að stjórna leiknum betur eins og hans samningur gerir ráð fyrir. Þarna kom fram drápseðlið hjá strákunum og fráköstin voru slitinn eins og enginn væri morgundagurinn. KFÍ leit ekkert í bakspegilinn, gáfu í og lönduðu góðum sigri 68-58.
Hermann Óskar var stigahæstur okkar drengja með 20 stig (5 frák.), Jón Kristinn 13 (6 frák), Sigmundur 9 stig (5 frák, 4 stoðs.), Leó 8, Sævar 8 (12 FRÁKÖST), Stefán 6 (5 frák.), Óskar 2 (2 frák.), Hákon 2 (1 frák.), Ingvar 2 (3 frák.), Gautur Arnar 1 stig (2 frák.), Andri Már setti ekki körfu en var góður í vörn og reif niður 5 fráköst, og Jói er að komast betur inn í liðið og mun verða traustur.
Það jákvæða í dag er baráttan þegar á reynir, en það nikvæða er að við séum að setja okkur í þá aðstöðu að þurfa að koma til baka. Strákarnir eru greinilega í mikilli framför og farnir að kunna betur inn á hvern annan. Í dag voru það Sævar, Hermann, Nonni og Sigmundur sem drógu vagninn, en þegar fór að líða á var það liðsheildin sem skóp þennan sigur og rifum við 48 fráköst af spjaldinu sem er ánægjulegt. Áfram gakk og verið velkomnir á Jakann.
Deila