Fréttir

Drengjaflokkur tapaði gegn Fjölni

Körfubolti | 27.11.2010 Í dag tóku strákarnir í drengjaflokk á móti Fjölni og var leikurinn háður í íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík þar sem Jakinn var upptekinn vegna kosninga til þjóðlagaþings.  Þetta var fyrsti lleikur drengjaflokks undir stjórn Carl Josey sem tók við drengjunum fyrir nokkrum dögum.

Leikurinn hófst fjörlega og voru strákarnir alveg inn í leiknum í fyrri hálfleik, en tveir slæmir kaflar og klaufalegar villur héldu okkur nokkuð örugglega frá sprækum drengjum úr Grafarvogi. Það fór svo að lokum að Fjölnir fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 80-66, en klárlega batamerki á mörgu hjá okkkar strákum.

Við misstum mjög mörg opin sniðskot og vorum full gjafmildir á sóknarfráköstin sem orsakaði auðveldar körfur á hinu enda vallarins. Svo verðum við að nýta vítin 24/14 er ekki ásættanlegt

Fjölnir er með skemmtilegt lið og nokkuð jafnan mannskap, og verður gaman að hitta þá á nýju ári þegar fingraför Carls eru komin á leik okkar drengja.

Stig KFÍ. Hermann Óskar 13, Jón Kristinn 13, Sævar 12, Leó 11, Sigmundur Kristinn 8, Hákon 6 og Guðni Páll 3. Það gleður okkur a' stigaskor er svona jafnt hjá strákunum, en þeir verða að æfa samviskulega saman og ná betri tökum á vörn og eins sóknarlega. það kemur.

Áfram KFÍ Deila