Fréttir

Edin Suljic kemur heim

Körfubolti | 09.08.2011
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Edin er á leið heim. Mynd. Halldór Sveinbjörnsson

Enn bætist í leikmannahóp KFÍ fyrir átök vetrarins. Það eru mikil gleðitíðindi að Edin Sulijc sem spilaði með okkur fyrri part síðasta tímabils hefur ákveðið að snúa heim og taka þátt í slagnum í vetur. Edin er eins og allir vita gríðarlega öflugur leikmaður og áður hann meiddist í fyrra var hann að spila mjög vel og var með um 20 stig og 10 fráköst í leik og það á annarri löppinni. Hann fór í aðgerð og þurfti lengri tíma til að ná sér og þurfti því að fara, en nú er kappinn kominn á fulla ferð og hlakkar mikið til að snúa heim til KFÍ.

 

Edin kemur í stað Darco sem hefur verið hjá KFÍ undanfarin ár og skilaði sínu og gott betur. Hann hefur ákveðið að reyna fyrir sér annars staðar og þökkum við honum kærlega fyrir allt sem hann gerði fyrir félagið. Darco var vinsæll innan sem utan vallar og er mikil eftirsjá af drengnum sem sífellt brosti.

Deila