Stjórn KFÍ ákvað á fundi sínum síðasta föstudag að halda sig við fyrri ákvörðun um að Edin “einhenti” Suljic komi og spili með KFÍ í vetur.
Eins og áður hefur komið fram handleggsbrotnaði Edin seinni part sumars og var því útlit fyrir að hann léki ekki með liðinu á nýjan leik eins og fyrirhugað var. Hann virðist hinsvegar ætla að ná sér fyrr en reiknað var með og er hann ákafur í að koma aftur vestur.
Reiknað er með að hann komi til Ísafjarðar í byrjun október til æfinga og endurhæfingar og verði orðinn leikfær í nóvember.
Deila