Fréttir

Egill, Hilmir og Hugi í U-15 æfingahóp

Körfubolti | 03.12.2016
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.
Egill, Hugi og Hilmir eru í æfingahópi U-15 landsliðs Íslands.

Leikmenn 9. flokks Vestra þeir Egill Fjölnisson og Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru á dögunum valdir í 35 manna æfingahóp fyrir U-15 landslið Íslands. Hópurinn kemur saman á milli jóla og nýárs til æfinga undir leiðsögn Ágústs S. Björgvinssonar þjálfara liðsins. Í framhaldinu verða svo valdir úr hópnum 18 leikmenn í tvö 9 manna lið. Dagan 16.-18. júní í sumar tekur U-15 ára landslið drengja og stúlkna svo þátt í Copenhagen Invitational mótinu.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra hlakkar til að fylgjast framvindu mála hjá strákunum og óskar þeim til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Það er annars nóg að gera hjá þessum efnilegu piltum því í dag leika þeir með unglingaflokki Vestra sem tekur á móti Skallagrími á Íslandsmótinu og á morgun spila þeir á útivelli, með félögum sínum í 9. flokki, við Snæfell í bikarkeppni 9. flokks.

Deila