Fréttir

Elstu krakkarnir spila heima og heiman um helgina

Körfubolti | 07.04.2017
Vestrastrákarnir í 10. flokki taka á móti Skallagrími, Fjölni, Haukum og Valsmönnum á Torfnesi um helgina.
Vestrastrákarnir í 10. flokki taka á móti Skallagrími, Fjölni, Haukum og Valsmönnum á Torfnesi um helgina.

Elstu iðkendur Kkd. Vestra taka á honum stóra sínum um helgina eftir að hafa unnið sig upp um riðla í síðustu umferðum Íslandsmótsins. Dengirnir í 10. flokki eru gestgjafar í B-riðli og fer mótið fram á Torfnesi á laugardag og sunnudag. Stúlkurnar í 9. flokki eru komnar í A-riðil mótsins og fer umferð þeirra fram í Grindavík um helgina. 

Áhugafólk um körfuknattleik hér heima eru hvatt til að fjölmenna á Torfnes og styðja strákana í 10. flokki en þeir mæta Skallagrími, Fjölni, Haukum og Valsmönnum og má búast við æsispennandi keppni. Leikir Vestrastrákanna eru sem hér segir:

Laugardag:

14.30 gegn Skallagrími

18.15 gegn Fjölni

Sunnudag:

10.15 gegn Haukum

14.00 gegn Val

Tímasetningar geta þó riðlast ef eitthvað verður að veðri þar sem liðin koma öll vestur á morgun.

 

Deila