Fréttir

Erfitt verkefni framundan hjá mfl. karla í kvöld. Allir á Jakann

Körfubolti | 26.10.2012

Þá er komið að næsta heimaleik KFÍ og eru það drengirnir úr bítlabænum Keflavík sem koma í heimsókn. Keflavík hefur ekki farið af stað í deildinni eins og þeir eru vanir, en það skal enginn halda að þrátt fyrir slæmt gengi í byrjun séu þeir auðveld bráð. Þeir eru með mjög gott lið og líkt og við hafa þeir ekki haft mikinn tíma til að slípa sig saman að fullu. Þetta Íslandsmót er langt og strangt og það tekur misjafnan tíma fyrir liðin að koma sér í toppform og er það mat okkar á siðunni að Keflavík verði meðal toppliðanna í vetur og er algjörlega bannað að hafa af þeim augun.

 

Þeirra helstu vopn eru Maggi Gunn sem er einn af bestu þriggja stiga skyttum sem alist  hafa upp í bítlabænum. Valur Valsson er að verða einn af bestu bakvörðum landins þrátt fyrir ungan aldur og er með tæp 13 stig í leik. Michael Greion er flottur og þeirra stigahæstur með um 20 stig a.m.t og 9 fráköst. Darryl Lewis er fantagóður og gríðalega reynslumikill leikmaður sem hefur spilað víða og er um 18 stig í leik og 5 fráköst. Kevin Glittner er ás/tvistur og er með 12 stig og 4 fráköst. Almar Guðbrandsson okkar fyrrum leikmaður er með 9 stig og 6 fráköst og hefur farið mikið fram. Svo er Snorri Hrafnkelsson kominn til þeirra frá Blikum og hefur vaxið, hann er með tæp 6 stig í leik og 4 fráköst. Það er því ljóst á þessari upptalningu að verkefnið er ærið hjá KFÍ.

 

Það er þó engan bilbug að finna á okkur hér heima í KFÍ. Við erum að skríða saman, hægt en örugglega og líkt og Keflavík tekur það okkur tíma að ræsa vélina og ná fullum snúning. Það er eitt víst að leikurinn á föstudagskvöldið verður svakalega skemmtilegur.

 

Það er von okkar að fólk komi á Jakann og styðji við bakið á drengjunum. Muurikka pannan hans Steina verður á staðnum og "Borgarísjakar" eldaðir að finnskum hætti með íslensku handbragði og verður pannan ræst kl.18.15.

 

Komið á Jakann og munið að ,,betri er einn borgari í brauði en alls enginn"

 

KFÍ-TV verður á sýnum stað eins og alltaf og hefst útsending kl.19.00 og er linkurinn HÉR

 

KFÍ-TV will show the game live click HERE to view

 

Áfram KFÍ

Deila