Búið er að velja U15 ára landslið drengja og stúlkna, en Snorri Örn Arnaldsson og Tómas Holton þjálfarar, hafa valið 12 leikmenn sem munu taka þátt í sterku móti í Kaupmannahöfn í sumar.
Ísland hefur tekið þátt undanfarin ár og sigruðu meðal annars mótið fyrir tveimur árum í flokki drengja en mótið mun vera fyrir drengi og stúlkur í fyrsta sinn í ár. Síðasta ár léku stelpurnar nokkrar leiki við jafnöldrur sínar í danska liðinu.
U15 er fyrsta stig í landsliðsstarfi KKÍ og undanfari U16 liðanna sem taka þátt í Norðurlandamótinu ár hvert.
Hér er landslið stúlkna og þar er okkar stelpa Eva Kristjánsdóttir og er vel að þessu kominn og erum við mjög hreykin af henni.