Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardal í dag þar sem tímabilið var gert upp og verðlaun veitt í 1. deild karla og kvenna sem og í Domino´s-deildum karla og kvenna. Eva Margrét Kristjánsdóttir var sigursæl í kvennaflokknum en hún var valin í úrvalslið 1. deildar auk þess sem hún var valin besti ungi leikmaðurinn í 1. deild.
Eva átti stórgott tímabil í vetur en hún var með um 18 stig og 9 fráköst að meðaltali í leik og var liðið hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina um laust sæti í úrvalsdeild.
Nánar má lesa um verðlaunaafhendinguna á karfan.is
Deila