Fréttir

Eva Margrét var frábær í Svíþjóð

Körfubolti | 12.05.2013

Eva Margrét sannaði hvers vegna hún var valin íþróttamður Ísafjarðarbæjar á norðurlandamóti U-16 kvenna sem lauk um helgina. Stelpurnar höfnuðu í fjórða sæti eftir hörkuleik gegn Danmörk um þriðja sætið, en liknum lauk með tveggja stiga sigri dönsku stúlknanna.

 

Eva var næststigahæsti leikmaður mótsins í 16 ára flokki kvenna með 15,8 stig að meðaltali í leik og þá var hún þriðja frákastahæst á mótinu með 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er frábær árangur hjá stúkunni okkar og eru allir í skýjunum yfir hennar framgöngu og eru stelpurnar í þessum árgangi í mikilli framför.

 

 

Deila