Það voru sex leikir á dagskrá í dag. Fimm þeirra voru í fjölliðamóti drengja í B-riðli og svo einn leikur í bikarkeppni KKÍ í drengjaflokki. Á morgun er byrjað kl. 9.00 og eru á dagskrá fimm leikir í viðbót. Keppt er í Bolungarvík og eru keppendur allir á sama máli um að þar sé frábær aðstaða og starfsfólk í íþróttamiðstöðinni Árbæ er hið besta. Það koma að þessu móti yfir tuttugu manns og fengum við hingað Ingvar Ágústsson dómara til þess að dæma leikina með Arnari Guðmundssyni og leikmönnum í meistaraflokk KFÍ og allir strákarnir í drengjaflokk mönnuðu ritaraborð með stjórnarmönnum KFÍ. Allir hafa verið til fyrirmyndar og leikirnir voru allir á auglýstum tíma.
Það er öruggt að morgundagurinn mun bjóða upp á marga góða leiki og eru allir hvattir til að koma og sjá efni framtíðarinnar hjá þessum liðum. Þarna eru margir mjög góðir leikmenn sem vert er að fylgjast með !!