Fréttir

Fjölliðamót hjá strákunum í 11 flokk í Bolungarvík.

Körfubolti | 05.11.2009
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
Keppt verður í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík
11 drengja sem stóð sig svo vel um síðustu helgi mun keppa næstu leiki á Íslandsmóti KKÍ hér heima og munum við leika leikina í Bolungarvík helgina 14-15 nóvember. Það verður fjör í víkinni þessa helgi en fjögur lið munu koma að sunnan til keppni. Það eru lið FSU, Fjölnis, Borgarnes og ÍA. Það eru einmitt þeir "tvíburar" Óskar Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson sem eru frá Bolungarvík og verður gaman fyrir alla þar að fjölmenna og hvetja þá og þeirra félaga áfram.
Nánari skil verða gerð á tímasetningum mótsins í næstu viku. Deila