Fréttir

Fjölmennustu Körfuboltabúðum KFÍ frá upphafi lokið

Körfubolti | 09.06.2015
Glæsilegur hópur sem tók þátt í Körfuboltabúðum KFÍ 2015. Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson.
Glæsilegur hópur sem tók þátt í Körfuboltabúðum KFÍ 2015. Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson.

Sjöundu og fjölmennustu Körfuboltabúðum KFÍ frá upphafi lauk síðastliðinn sunnudag. Í ár voru 95 þátttakendur frá 15 félögum. Auk þess tóku15 börn á aldrinum 6-9 ára þátt í litlu körfuboltabúðunum sem voru haldnar í fyrsta skipti í ár. Öllum þessum 110 krökkum þökkum við fyrir skemmtilega samveru og vonum að þau hafi notið dvalarinnar í búðunum. Frábæru þjálfarateymi með yfirþjálfarann Borce Ilievski í broddi fylkingar þökkum við gott samstarf og góða þjálfun. Síðast en ekki síst færum við þakkir öllum þeim sem á einn eða annan hátt hjálpuðu til við að gera Körfuboltabúðir KFÍ að veruleika. Þegar er búið að ákveða dagsetningu búðanna að ári en þær verða haldnar dagana 31. maí - 5. júní 2016. Vonandi sjáum við sem flesta þátttakendur aftur þá.

 

Benda má á að fjöldi skemmtilegra mynda er inni á facebook-síðu Körfuboltabúðanna - Körfuboltabúðir KFÍ - þar sem sjá má þá skemmtilegu og góðu stemmningu sem ríkti í íþróttahúsinu á Torfnesi 2. - 7. júní sl.

Deila