Í kvöld munu strákarnir í KFÍ fara í víking suður. Þar leika þeir gegn Fjölni í Grafarvogi (Dalhúsum) og hefst leikurinn 19.15. Við skorum á alla Vestfirðinga að koma og styðja við bakið á á liðinu. Undanfarið höfum við átt erfitt uppdráttar, en ætlum að snúa því við og komum til leiks ákveðnir að snúa þessari þróun við.
Leikurinn verður sýndur beint hjá Fjölnir TV og er linkurinn HÉR skorum við á þá sem geta ekki farið á leikinn að kíkja á hann á netinu. Flott hjá Fjölni að senda út og eru nú KFÍ, Fjölnir, Grindavík og KR að gera þetta reglulega og bætist vonandi í hópinn á næstunni
Deila