Fréttir

Fjölnir mætir á Jakann

Körfubolti | 26.10.2017
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.
Yngvi Páll Gunnlaugsson og lærisveinar mæta Fjölni á morgun föstudag kl. 19:15 hér heima.

Á morgun föstudag mæta Fjölnismenn á Jakann í fimmtu umferð Íslandsmótsins í 1. deild. Vestri er enn ósigraður á heimavelli og þannig ætla strákarnir að hafa það áfram. Til þess þarf þó stuðning áhorfenda og góða stemmningu á Jakann.

Fjölnismenn eru með ungt og sprækt lið sem er til alls líklegt auk þess sem þeir eru með mjög góðan Bandaríkjamann innan sinna ráða. Þá má ekki gleyma að þjálfarinn Falur Harðarson er enginn aukvissi. Það má því reikna með spennandi leik á morgun.

Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við strákana, 1.000 kr. aðgangseyrir. Grilluðu hamborgararnir verða á sínum stað fyrir leik á litlar 1.000 kr. og leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

Áfram Vestri!

Deila