Fréttir

Fjölnir sprækari á öllum sviðum körfuboltans í kvöld

Körfubolti | 10.10.2012
Stebbi var flottur í kvöld
Stebbi var flottur í kvöld
1 af 2

Ekki var boðið upp á áferðafallegan körfubolta af okkur hálfu í kvöld. Drengirnir úr Grafarvogi voru einfaldlega miklu betri en við lungann úr leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 67-95. 

 

Það var rétt í byrjun leiksins sem við vorum að gera hlutina rétt. Koma boltanum vel af stað, dreifa spilinu og fá opin skot. Og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-30. En svo fóru Fjölnismenn á flug og allir sem settir voru inn skiluðu sínu og vel það. Þeir tóku annan leikhluta 9-23 og héldu til leikhlés með góða forustu 53-36. Þegar þarna var komið héldu allir að við myndum hrista af okkur slénið og það reyndist rétt varnarlega fyrst um sinn í þriðja leikluta, en sóknarleikur okkar var einhæfur og einkenndist af miklu einspili. 

 

Þegar haldið var til síðasta leikhluta var staðan 46-69. Síðasti leikhlutinn var lauslega þýddur "jó-jó" þar sem boltinn fór fram og til baka, en varla mikil barátta til staðar nema hjá yngri strákunum sem börðust vel, en enginn meira en Stebbi Diego hjá okkur. Þar var hjartað og fær hann mikið lof fyrir frá okkur. leiklutinn fór 21-26 og voru allir hjá Fjölni að leggja sitt í púkkið. Lokatölur eins og áður kom fram 67-95 og þessi farinn, búinn, bless.

 

Það skal ekki dæma KFÍ strákana á þessum eina leik. Við vitum að það býr miklu meira í þessu liði og það sást greinilega að við erum ekki komnir jafn langt og Fjölnir í undirbúningnum og eru menn enn að læra á hvorn annan. Við eigum eftir að sjá allt annað lið í næstu leikjum, því menn eru ekkert að gefast upp og aðeins tveir leikir búnir af löngu tímabili.

 

Næsti leikur er hér á Jakanum n.k. sunnudag 14.október kl.19.15 og er sá leikur Í Lengjubikarnum gegn Hamri frá Hveragerði og það er klárt mál að þeir koma dýrvitlausir til leiks. Það munum við einnig gera.

 

Hér er Myndbrot frá Fjölni Baldrussyni og BB Sjónvarpi frá leiknum

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræði leiksins

Deila