Fréttir

Fjölskylduhjálp Ísafjarðarkirkju

Körfubolti | 08.12.2009
Sr. Magnús ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ og þeim Kjartani, Huga, Benedikt, Hilmi og Þorleifi.
Sr. Magnús ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ og þeim Kjartani, Huga, Benedikt, Hilmi og Þorleifi.
KFÍ stóð fyrir söfnun í samstarfi við Landsbankann á Ísafirði.  Söfnun var þegar heimaleikur KFÍ gegn Hetti þann 20. nóvember s.l. fór fram.  Stuðningsfólk KFÍ lagði frjáls framlög í sjóð, í stað inngangseyris á leikinn.  Gekk þetta ágætlega og var sérstaklega ánægjulegt þegar yngstu iðkendur félagsins, strákarnir úr minniboltanum afhentu sóknarprestinum Sr. Magnúsi Erlingssyni afraksturinn.  Þetta var svo sannarlega góð viðbót á aðventunni og verður gaman að fylgjast með afrekum þessara drengja á næstu árum.

KFÍ þakkar öllum sem lögði þessu átaki lið fyrir.  Deila