Stúlkurnar í 9.flokki kvk áttu mjög góða helgi í Bolungarvík. Þær byrjuðu í c-riðli en með því að vinna þrjá leiki af fjórum munu þær spila í b-riðli á næsta fjölliðamóti. Í heildina voru stelpurnar að spila mjög vel, þær spiluðu fína pressuvörn sem skilaði þeim góðum körfum, hjálpin var til staðar í vörninni og sóknin rúllaði hreint ágætlega hjá þeim. Því má með sanni segja að miklar framfarir hafi verið hjá þessum stúlkum síðan undirrituð tók við þeim síðasta vor.
Allar sem ein lögðu sig fram og var gaman að sjá hversu góður hópur þetta er orðinn jafnt innan vallar sem utan. Eva leiddi í stigaskori og stóð hún sig virkilega vel bæði í vörn og sókn þessa helgina, hinar unnu sína vinnu vel sem gerði það að verkum að við fengum góðar körfur. Lilja og Lovísa stóðu sig vel undir körfunni og tóku mikið af fráköstum og spiluðu góða hjálparvörn ásamt því að lesa vel leikinn í pressunni. Rósa spilaði í fyrsta skipti sem dripplari og leysti það verkefni vel af hendi og hafa orðið mikilar framfarir hjá henni. Málfríður skoraði á mikilvægum augnablikum ásamt því að spila vel fyrir liðið. Linda (´99) kom sterk af bekknum og má með sanni segja að þar er hörku dugleg stelpa á ferð sem gefur þeim eldri ekkert eftir. Síðan erum við komnar með mjög flottar stelpur þær Melkorku og Sigrúnu, hægt er að segja að þær koma með góða baráttu og vilja í hópinn hjá okkur sem við erum mjög ánægðar með og stóðu þær sig frábærlega á sínu fyrsta móti.
Nú ætla stelpurnar að halda áfram, mæta vel og undirbúa sig undir komandi átök í b-riðli sem verður spilaður í nóvember.
Stefanía Ásmundsdóttir
KFÍ 41 - KR 35
Eva 19
Lovísa 12
Rósa 6
Málfríður 4
KFÍ 62 - Snæfell 40
Eva 41
Rósa 7
Lovísa 6
Linda 2
Málfríður 2
Melkorka 2
Lilja 2
KFÍ 56 - KR 32
Eva 37
Málfríður 9
Lovísa 4
Lilja 4
Rósa 3
KFÍ 33- Snæfell 36
Eva 19
Lovísa 6
Lilja 6
Rósa 2
Deila