Fréttir

Flott mót hjá minnibolta stúlkna

Körfubolti | 16.04.2015
Liðið ásamt Evu Margréti þjálfara og Lindu Marín aðstoðarþjálfara.
Liðið ásamt Evu Margréti þjálfara og Lindu Marín aðstoðarþjálfara.
1 af 4

Um síðustu helgi tók fjölskipað lið minnibolta stúlkna KFÍ þátt á C-riðli Íslandsmótsins sem fram fór í Kópavogi. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar stóðu sig afar vel og unnu alla leiki sína með talsverðum mun og því er ljóst að þær leika í B-riðli Íslandsmótsins í haust. Stelpurnar spiluðu allar sem ein frábærlega á mótinu og lögðu sig allar fram í leikjunum.

 

Liðið lagði af stað á föstudag en allir leikirnir fóru fram á laugardeginum. Eftir mótið skemmtu stelpurnar sér og fögnuðu í Skemmtigarðinum í Smáralind. Síðan var lagt af stað heim á sunnudagsmorgun og stoppað í sundi í Reykjanesi.

 

Labrenthia Murdock og Eva Margrét Kristjánsdóttir hafa haft veg og vanda af þjálfun stelpnanna í vetur sem hafa tekið miklum framförum undir þeirra leiðsögn. Labrenthia er nú snúin aftur til Bandaríkjanna og því hafði Eva Margrét umsjón með hópnum á mótinu en naut aðstoðar systur sinnar Lindu Marínar. Þá fylgdu hópnum einnig fararstjórarnir Gunnar Jónsson og Árni Heiðar Ívarsson. Auk þess fjölmenntu stuðningsmenn KFÍ í borginni á leikina og hvöttu stelpurnar áfram.

 

Það verður virkilega gaman að fylgjast með þessum efnilega hópi næsta vetur og alveg ljóst að þær eiga framtíðina fyrir sér.

 

Úrslit leikja og stigaskor:

 

Breiðablik 26 – KFÍ 52

 

Rakel 18

Sara Emily 8

Katla 6

Dagbjört 4

Una 4

Sara K 4

Helena 2

Júlíana 2

Snæfríður 2

Sædis 2

 

Haukar 18 – KFÍ 64

 

Helena 14

Julíana 12

Rakel 12

Dagbjört 6

Sara Emily 6

Sara Kristín 4

Katla 2

Sædís 2

Snæfríður 2

Gréta 2

Una 2

 

Breiðablik B 11 – KFÍ 54

 

Rakel 16

Una 10

Helena 8

Gréta 4

Katla 4

Snæfríður 4

Dagbjört 2

Guðný 2

Sara Emily 2

Sara Kristín 2 

Deila