Strákarnir í Vestra fóru suður í Hveragerði síðastliðinn föstudag og mættu þar heimamönnum í Hamri í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi en með góðri baráttu höfðu Vestramenn góðan sigur 88-91. Yima Chia-Kur átti sannkallaðan stórleik, skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hinrik átti einnig stórleik og skoraði 29 stig og tók 7 fráköst. Með þessum öðrum sigurleik í röð hafa Vestramenn galopnað baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.
Ítarlega tölfræði leiksins má nálgast hér.
Hamarsmenn leiddu leikinn til að byrja með en með góðum spretti undir lok fyrsta fjórðungs komust Vestramenn yfir og leiddu með tveimur stigum 21-23. Heimamenn sóttu í sig veðrið í öðrum leikhluta og komust yfir í stöðunni 24-26 og leiddu svo með 4 stigum 42-38 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks komu Hamarsmenn ákveðnir til leiks og náðu mest 10 stiga forystu 50-40. Vestramenn gáfust ekki upp og komu sér smátt og smátt inn í leikinn með góðum varnarleik. Þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af þriðja fjórðungi komust Vestramenn yfir með fjórum góðum stigum frá Hinrik Guðbjartssyni. Staðan 64-67. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystu en Vestramenn voru þó heldur sterkari. Þegar aðeins ein mínúta var til leiksloka náðu Hamarsmenn að jafna í 86-86. En með tveimur góðum sóknum undir lokinn hafðist fjögra stiga sigur 87-91.
Sannarlega glæsilega gert hjá okkar mönnum! Næst á dagskrá fyrir jólahlé er svo heimaleikur gegn ÍA sem fram fer á Janaum föstudaginn 16. desember.
Deila