Stelpurnar sýndu mátt sinn í kvöld og náðu að leggja Grindavík og fá tækifæri á að spila úrslitaleik um sæti í Iceland Express deildinni næsta vetur og gefa þar með strákunum ekkert eftir og sína það að starfið hjá félaginu í vetur er heldur betur að skila sér. Lokatölur 54-48.
Bæði liðin eru mjög jöfn og hafa leikirnir í vetur sýnt það, en þetta sinn voru það Ísdrottningarnar sem höfðu betur og var það vörnin sem skóp þennan sigur ásamt því að vera einungis með 9 tapaða bolta sem er eins og lagt er upp með fyrir hvern leik, en vörn KFÍ fékk Grindavík til að henda frá sér boltanum 18 sinnum.
Liðin skiptust á að vinna fjórðungana og þegar sá síðasti hófst var staðan 34-39 og Grindavík með tökin á leiknum, en Pétur er klókur og tók leikinn í sínar hendur og stelpurnar tóku þann síðasta 19-9 og leikinn 54-48
Það er því hreinn úrslitaleikur á miðvikudagskvöldið 28. mars í Grindavík og hvetjum við alla Vestfirðinga að fjölmenna og hvetja stelpurnar áfram og það lið sem sigrar þann leik leikur í Iceland Express deildinni næsta vetur.
Stig KFÍ. Sólveig 15 stig, 6 fráköst. Eva 14 stig, 3 fráköst (6 leikir á 3 dögum hjá henni). Hafdís 12 stig 2 fráköst. Svandís 9 stig, 18 fráköst. Anna Fía 4 stig, 9 fráköst.
Stig Grindavíkur.Berglind 15 stig, 10 fráköst. Ingibjörg 14 stig, 6 fráköst. Ingibjörg E. 6 stig, 2 fráköst. Jóhanna 6 stig, 4 fráköst. Jeanne 5 stig, 6 fráköst. Sandra 2 stig, 5 fráköst.
Áfram KFÍ
Deila