Körfubolti | 19.10.2009
Það var nóg að gera hjá KFÍ um s.l. helgi. Meistaraflokkurinn hjá okkur hélt til Hrunamann að Flúðum og þurftu að bregða á það ráða að keyra þar sem ekki var veður til flugs þegar leggja átti í hann. Nú leikurinn geng Heunamönnum var mjög vel spilaður og unn þeir öruggan 35 stiga sigur þar og tóku sig til og keyrðu heim beint eftir leik til þess að geta hjálpað við umsjón í fjölliðlamóti 10 flokks stúkna.
Stelpurnar fengu í heimsókn lið Harðar frá Patreksfirði og Vals frá Hlíðarenda (Reykjavík). Fyrri leikur okkar stúlkna var gegn Herði og eftir að vera undir 4-6 eftir nokkurra mínútna leik þá sigu þær hægt og bítandi fram úr og unnu öruggan sigur 48-21.
Síðari leikur stúlknanna var gegn mjög hávöxnu og góðu liði Vals og reyndust Valsstúlkur sterkari og unnu öruggna sigur 38-53. Það er samt sem áður mikill stígandi hjá stúlkunum og sáust mjög góðir taktar í báðum þessum leikjum. Þær eiga eftir að standa sig vel í vetur :) Þess má geta einnig að stelpurnar spiluðu æfingaleik gegn Val á sunnudagsmorgninum og töpuðu honum naumlega. Við viljum þakka Val og herði fyrir komuna og voru þær félagi sínu til mikils sóma innan sem utan vallar. Það vantaði lið Breiðablik, en þar var flensan í aðalhlutverki. Við vonum að allir séu heilir og hittum þær seinna í vetur.
Drengjaflokkur fór einnig suður og atti kappi við lið Stjörnunnar og Fsu. Fyrri leikurinn var gegn Stjörnunni og eftir brösulega byrjun þá tóku strákarnir öll völd og unnu sannfærandi sigur 76-46.
Síðari leikurinn var gegn Fsu sem er með afreksmannabraut líkt og við hér á Ísafirði. það má því segja að strákarnir hafi verið að keppa gegn afreksmannabrautinni :) Nú þessi leikur var harður og mikil barátta hjá báðum liðum (skólum). En í restina reyndust strákarnir okkar sterkari og þrátt fyrir vekindi hjá innana raða okkar þá stigu aðrir upp og lönduðu sigri, lokatölur 52-57.
Það var sem sagt nóg að gerast hjá KFÍ þessa helgi og allir ánægðir. Gestir okkar voru til fyrirmyndar ! Dómararnir og strákarnir úr 11 flokk fá góða einkunn fyrir störf sín.
Áfram KFÍ
Deila