Þjálfari minnibolta KFÍ er virkilega stoltur af strákunum sínum. 15 púkar fóru suður og spiluðu þeir níu leiki, og unnu fleiri leiki en við töpuðum. Strákarnir eru greinilega í mikilli framför. Kvikmyndatökumaður KFÍ, Jakob Einar Úlfarsson, var með í för og tók upp öll herlegheitin og verður unnið að því á næstu dögum að klippa saman skemmtilegt myndband sem verður sett á síðuna. Við viljum þakka krökkunum og foreldrum fyrir frábæra helgi, og verður þetta endurtekið á Nettómótinu í mars. Nánari ferðasaga kemur á næstu dögum.
Hérna eru nokkrar MYNDIR frá mótinu.Tomasz Kolodziejski tók og kunnum við honum þakkir fyrir :) Fleiri myndir koma svo inn í vikunni með ferðasögunni sem Helgi Sigmundsson og Jakob Einar Úlfarsson tóku.