Körfubolti | 08.01.2011
Flottir í dag
Strákarnir í drengjaflokk tóku á móti ÍR á jakanum í dag og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 62-42. Sést á tölunum að varnarleikur okkar stráka skóp þennan sigur, sem og liðsheild og geta meistaraflokksmenn KFÍ tekið þá sér til fyrirmyndar í dag.
Leikurinn byrjaði fjörlega og var Sævar Vignisson fyrstur okkar stráka til að smella stigum á töfluna með góðum þrist og síðan komu körfur frá Nonna, Leó og Gaut og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-10. Okkar strákar að spila góða vörn og Carl þjálfari að skipta mönnum vel inn af bekknum.
Annar leikluti var á sama róli nema að við jukum forkotið og spiluðum áfram hörkufína vörn. Staðan í hálfleik 37-24 og Sigmundur Ragnar farinn að hitna í skotum sínum. Haldið var til leikhlés og eitthvað hafa menn kólnað hjá okkur því að gestirnir frá ÍR tóku góða rispu og náðu 10-2 hlaupi á okkur, áður en Leó og Nonni náðu að koma jafnvægi á leikhlutann. Þarna voru strákarnir frá báðum liðum að spila fast og henda sér í gólfið á eftir lausum boltum. Og þegar farið var í síðasta leikhlutann var staðan 47-35. En fjórði og síðasti leikhlutinn var okkar eign og tókum við hann 14-7 og sætur sigur liðsheildarinnar staðreynd.
Það var gaman að sjá hvað strákarnir spila vel þegar þeir einbeita sér að láta boltann ganga og fá opin skot, en á sama tíma erum við stundum í "yfirgír" og gleymum að taka boltann með okkur. En það er mjög jákvætt að sjá að allir fengu að spreyta sig og komu drengirnir vel frá sínu.
Sævar var stigahæstur KFÍ í dag með 16 stig og var mjög góður í vörn og sókn. Leó fór hægt af stað enda búunn að vera í þriggja daga langferð með meistaraflokk, en sýndi hve snöggur hann er og endaði með15 stig og nokkra vel stolna bolta. Nonni var seigur endaði með 9 stig og spilaði fína vörn. Sigmundur Ragnar átti sinn besta leik á þessu tímabili stjórnaði vel þegar hann var inn á og átti tvo flotta þrista, endaði með átta stig og er að verða öruggari með sig í vörninni einnig. Gautur skoraði 4 stig og spilaði ágæta vörn en þarf að vera harðari í fráköstum og ekki reyna að verja öll skot, þó að hann hafi náði tveim. Hermann "stríðsmaður" var með 7 sig og var að spila vel, en meiddist og varð að fara á bekkinn. Guðni Páll var einnig mjög traustur og þó að hann hafi ekki verið með nema 1 stig var hann fastur fyrir í vörninni. Hákon var naglinn í vörninni og fyrir það var hann sá sem fékk villurnar og sat á bekknum löngum stundum vegna þessa, en þarf ekki að hengja haus. Jói "big boy" er að koma vel inn í leikinn og átti góðar mínútur. Ingvar kom og gaf vel í, en var óheppin með skot sín og þarf að mun að flýta sér hægar. Stebbi Diego kom og gaf vel í og er vonandi að finna taktinn í körfunni aftur. Óskar er svo til nýbyrjaður eftir frí og er að dusta rykið að fingrunum og kemur sterkur inn.
En eins og marg oft hefur komið fram var það allt liðið sem skóp þenna sigur og Carl þjálfari komst vel frá sinu og skipti vel inn á.
Næsti leikur er í fyrramálið kl. 10.30 gegn ÍR í bikarkeppni KKÍ og eru allir hvattir til að mæta og styðja strákana.
Deila