Fréttir

Frábæru tímabili hjá stelpunum lokið með naumu tapi gegn Grindavík í oddaleiknum

Körfubolti | 28.03.2012
Svandís var með tröllatvennu í kvöld
Svandís var með tröllatvennu í kvöld

Stelpurnar töpuðu leiknum í kvöld gegn Grindavík í enn einum frábærum spennuleiknum. Lokatölur 50-47 þar sem úrslitin réðust á síðustu mínútunni, en við áttum þriggja stiga skot til að jafna lekinn þegar 3 sekúndur voru eftir, en skotið hjá Sólveigu geigaði og eru því Grindvíkingar komnar upp Í Iceland Express deildina á næsta tímabili og óskum við þeim til hamingju með það. Við erum rosalega stolt af árangri stelpnanna í vetur og þurfa þær ekki að hengja haus nema í smástund eins og eðlilegt er eftir tapleik.

 

Leikurinn í kvöld var eins og fyrri viðureignir þessara liða i vetur þar sem jafnt er á öllum tölum fram á siðustu mínutur leikjanna og gátu leikirnir hæglega getað dottið með báðum liðum. Í kvöld voru það Grindvíkingar sem höfðu betur eftir hetjulega baráttu okkar stúlkna.

 

Stig KFÍ. Sólveig 17 stig, 9 fráköst. Svandís með enn eina tröllatvennu 13 stig, 16 fráköst. Anna Fía 8 stig. Eva 4 stig. Marelle 3 stig, 6 fráköst og Vera 2 stig, 6 fráköst.

 

Það er mikil reynsla kominn í vetur og mikið til að byggja á fyrir næsta vetur og byrjar sú vinna strax á morgun. Pétur þjálfari er búinn að gera stóra og góða hluti í vetur og verður byggt á þessum grunni fyrir næsta vetur. Klárt er að mikill efniviður er til staðar í bland við reynslumiklar stelpur.

 

Við viljum þakka stelpunum kærlega fyrir frábæra skemmtun og stelpurnar vilja koma þökkum til stuðningsmanna og fyrirtækja sem hafa stutt þær með ráðum og dáðum.

 

Áfram KFÍ

Deila