Fréttir

Fsu ekki mikil fyrirstaða í kvöld

Körfubolti | 15.01.2012
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

Einhvern veginn bjuggumst við meiri mótspyrnu í kvöld frá Fsu, en síðasti leikur þessara liða var dapur á að horfa og áttu þeir harma að hefna. Fsu mætti með nýjan leikmann Steven Terrel Crawford, en hann hafði frekar hægt um sig ef frá er talin ágæt troðsla og endaði með 19 stig, en hann hefði mátt beita sér meira í leiknum bæði í vörn og sókn. Það breytti ekki miklu í restina og öruggur sigur okkar drengja staðreynd lokatölur 93-61.

 

Okkar menn gáfu tóninn strax í fyrsta leikhluta og voru með 23-14 eftir fyrsta leikhluta og menn kannski aðeins að slaka á sem veit aldrei á gott, enda sýndu strákarnir hans Gylfa Þorkelssonar (skrifar fréttaritari þar sem Gylfi á suðurlandið) að þeir ætluðu ekkert að leggjast í gólfið og láta nota sig sem einhverja mottu. Drifnir áfram af Orra Jónssyni komu þeir til baka og staðan í háfleik 47-35.

 

En þriðji leikhluti var algjörlega eign okkar og sama hvaða menn komu inn á,  spilið hélst ágætt og tókum við þann þriðja 27-13 og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 74-48 og einbeitingin ágæt.

 

Í þeim fjórða spiluðu húnarnir að mestu og héldu sínu og gott betur og tóku leikhlutann 19-13 og lokatölur 93-61. Vörnin hans Pésa skilaði þessum leik eins og svo oft áður og verða menn að vera á tánum í vörninni, því vörnin vinnur leiki.

 

Það var gaman að sjá bæði lið nota all sína leikmenn og nýttu strákarnir okkar tækifærið og allir nema einn skoruðu stig. Fsu  geta horft til Orra Jónssonar en hann var með stríðsmálninguna á andlitinu frá upphafi og gafst aldrei upp. Núna bíður þeirra erfitt ferðalag austur á Egilstaði og óskum við þeim góðrar ferðar og góðs gengis. Strákarnir hans Kjartans eru mun betri en þeir sýndu í kvöld og sína það örugglega í framhaldinu.

 

 HÉR ERU MYNDBROT ÚR LEIKNUM  Frá meistara Fjölni frá KFÍ-TV

 

Stig. KFÍ. Edin 22, 7 fráköst og 2 varin skot. Chris 20 stig, 13 fráköst og 2 varin skot.  Kristján Pétur 14 stig (4/7 í þristum). Ari Gylfason 12 stig, 2 stolna. Craig 7 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna. Hlynur 5 stig og 3 stoðsendingar. Jón Hrafn 4 stig, 7 fráköst. Óskar 3 stig. Leó 2 stig, 2 stolnir. Sigmundur 2 stig. Siggi Haff 2 stig.

 

Stig Fsu. Steven 19, 6 fráköst. Orri Jóns 15 stig, 7 fráköst. Svavar 10 stig (átti að sækja meira inn í teiginn). Bjarni 6 stig, Kjartan 4 stig, 9 fráköst. Sæmundur 4 stig (átti einng að sækja meira að körfunni). Þorkell 1 stig.

 

Dómarar leiksins voru þeir höfðingjar Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson og voru mjög öruggir í sínum verkum. 

Deila