Öllum þeim sem láta sig málefni KFÍ varða er bent á að nú eru fundargerðir stjórnar komnar á vef KFÍ og eru öllum aðgengilegar. Með þessu vill félagið koma til móts við þá sem vilja fylgjast með því sem er til umfjöllunar hverju sinni.
Það skal þó áréttað að í fundargerðir verða ekki skráð persónuleg málefni einstaklinga eða önnur þau mál sem verða að lúta trúnaði vegna hagsmuna KFÍ þar til þau hafa fengið endanlega niðurstöðu. Er það von stjórnar að þessi nýbreytni mælist vel fyrir hjá stuðningsmönnum og velunnurum KFÍ.
Fundargerðirnar má finna hér efst til vinstri á síðunni undir
Um KFÍ-> Málefni stjórnar -> Fundargerðir 2011-12
Deila