Núna eru þjálfararnir á fullu í námskeiðum fyrir kollega sína og er Borce Ilievski þessa stundina og eru öll eyru spennt og móttökusvæði heilans á fullu nýta sér upplýsingaflæðið. Arnar Guðjónsson var með flottan fyrirlestur í gær um hvernig hann "scoutar" andstæðinga sína og setur upp prófil fyrir hvern og einn leikmann. Arnar er vel að sér í þessari tækni og mun þetta koma sér að góðu fyrir þá sem það nota. Vitað er að með því að kortleggja andsæðinga sína vel þá eru mun meiri líkur á sigri. þetta hefur til dæmis Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta viðurkennt margsinnis og notar hugbúnað "Sideline sport" sem er afurð hins íslenska Brynjar Karls Sigurðassonar og er þetta kerfi mikið notað í íþróttum víðs vegar um heim. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um þennan frábæra búnað og hvetjum við alla að kynna sér þetta kerfi það virkar Sideline Sports
Deila