Um helgina fer fyrsta fjölliðamót vetrarins fram hér fyrir vestan þegar 10. flokkur drengja tekur á móti félögum sínum í Skallagrími, Grindavík og Hrunamönnum/Hamri. Mótið hefst á morgun, laugardag, kl. 15 í íþróttahúsinu í Bolungarvík með leik KFÍ og Skallagríms. Seinni tveir leikir okkar pilta eru á sunnudeginum á sama stað og hefst leikur KFÍ og Hrunamanna/Hamars kl. 9 en seinni leikurinn á móti Grindavík hefst kl. 11.30. Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og hvetja strákana til dáða.
Deila