Rétt í þessu var að birtast viðtal við Gauja á karfan.is. Enginn er spámaður í sínu heimalandi og fréttaritari kfi.is hallast að því að Guðjón hafi haft það í huga þegar hann nefnir ekki hvort liðið muni sigra. Það er samt líklega mikið til í spádómnum um að þetta verði hörkuspennandi leikir, bæði í kvenna og karlaúslitunum, og körfuboltaáhugamönnum óhætt að búa sig undir mikla skemmtunn í dag.
Gaui getur þess í lok viðtals að KFÍ fólk verði á Suðureyri að fylgjast með leikjunum í beinni. Leikmenn og aðstandendur liðsins ætla að koma saman á veitingastaðnum Talisman og má vænta þess að þar náist góð stemning. Óskum við öllum góðrar skemmtunnar í dag.