Fréttir

Gemlingarnir komu, sáu og sigruðu

Körfubolti | 19.06.2011
Gemlingarnir unnu alla leiki sína.
Gemlingarnir unnu alla leiki sína.
1 af 2

Fimm lið og 15 leikmenn mættu til að taka þátt í Streetball móti KFÍ á sólríkum sunnudegi. Á endanum voru það Gemlingarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu í verðlaun 15” pizzu að eigin vali og 2L Coke í boði Hamraborgar. Færum við Hamraborg bestu þakkir fyrir en þeir útveguðu einnig sigurverðlaunin í mótinu sem haldið var í fyrra. Gemlingarnir sigruðu Óskars Mavericks í úrslitaleiknum 11 - 6. Það má segja að þeir hafi slegið meistarana út því uppistaðan í Óskars Mavericks voru leikmenn úr liði The Coolios sem unnu mótið í fyrra. Önnur lið sem tóku þátt voru Fúsíjama BCI, Transformers og Spalding og færum við þeim öllum bestu þakkir fyrir þátttökuna. Það er ljóst að þarna voru mættir færustu körfuboltaleikmenn Ísafjarðar.


Alls söfnuðust 17 þúsund krónur frá þátttakendum og velgjörðarmönnum og 35 þúsund krónur í heildina. Vonandi mun þetta leiða til þess að ráðist verði í lagfæringar á vellinum. Það er margt hægt að laga, t.d. skipta um körfur, skipta um spjald, skipta um undirstöður, lagfæra tartanið og setja upp ruslatunnur. Einnig skýtur það skökku við að ekki sé annaðhvort boðið upp á þann möguleika að lækka körfurnar eða að þvert á völlinn sé komið fyrir minni körfum þannig að yngri kynslóðin geta líka leikið sér á vellinum. Völlurinn á að sjálfsögðu að vera fyrir alla!
Deila