Fimm lið og 15 leikmenn mættu til að taka þátt í Streetball móti KFÍ á sólríkum sunnudegi. Á endanum voru það Gemlingarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu í verðlaun 15” pizzu að eigin vali og 2L Coke í boði Hamraborgar. Færum við Hamraborg bestu þakkir fyrir en þeir útveguðu einnig sigurverðlaunin í mótinu sem haldið var í fyrra. Gemlingarnir sigruðu Óskars Mavericks í úrslitaleiknum 11 - 6. Það má segja að þeir hafi slegið meistarana út því uppistaðan í Óskars Mavericks voru leikmenn úr liði The Coolios sem unnu mótið í fyrra. Önnur lið sem tóku þátt voru Fúsíjama BCI, Transformers og Spalding og færum við þeim öllum bestu þakkir fyrir þátttökuna. Það er ljóst að þarna voru mættir færustu körfuboltaleikmenn Ísafjarðar.