Þá er kominn föstudagur og krakkarnir með harðsperrur sem táknar að æfingarnar eru að virka og krakkarnir að taka virkan þátt og hlusta á þjálfarana. Í gær tók Jón Oddson hraðaþjálfun og svo voru þeir Borce, Arnar, Pétur, Hjalti og Patechia með sínar æfingar eftir það. Krakkarnir voru ansi lúin í gærkvöld og hávaðastuðullinn fór úr 100 decibel niður í 50 decibel á vistinni og er það vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu og þau nánast sofnandi standandi. þannig á þetta að vera :)
Áfram karfa.
Deila