Frábær ferð á Sambíómót Fjölnis í Grafarvogi er að baki. Mótið fór fram helgina 1.-2. Nóvember í Grafarvoginum en spilað var í tveimur íþróttahúsum annarsvegar í Rimaskóla og hinsvegar í Íþrótthúsi Grafarvogs í Dalhúsum.
KFÍ sendi 13 iðkendur á aldrinum 8-9 ára til keppni að þessu sinni en löng hefð er fyrir því að yngri flokkar KFÍ sæki þetta tiltekna mót. KFÍ krakkar kepptu í tveimur liðum, stelpu og strakaliðum undir öruggri stjórn Rósu Överby og Lilju Júlíusdóttur. Krakkarnir stóðu sig sérlega vel og unnu flesta leiki sína en engin stig eru þó talin á mótinu og fara allir heim sem seigurvegarar.
Miklar framfarir mátti sjá í báðum hópum en þess má geta að strákarnir byrjuðu flestir að æfa nú í haust. Fararstjórarnir Kristinn, Sigrún og Birna voru sammála um að krakkarnir hefðu staðið sig með eindæmum vel. KFÍ fólk varð auðvitað flest veðurteppt í höfuðborginni á sunnudeginum skiluðu sér vestur á mánudeginum. Umgjörð mótsins var til mikillar fyrirmyndar og nú er stefnan sett rakleiðis á Nettómótið í Reykjanesbæ sem fer fram fyrstu helgina í mars 2015.
Nánari upplýsingar um Sambíómót Fjölnis má finna á heimasíðu þess.
Deila