KFÍ vanna annan leikinn í röð þegar strákarnir lögðu Breiðablik á útivelli í kvöld með 94 stigum gegn 81. Nebojsa Knezevic átti sannkallaðan stórleik og skoraði hvorki meira né minna en 43 stig auk þess að taka 5 fráköst, stela boltanum 5 sinnum og efa 3 stoðsendingar. Það gekk allt upp hjá Nebojsa í kvöld því hann var með 83% þriggja stiga nýtingu og 86% tveggja stiga nýtingu. Sannkallaður stórleikur hjá honum!
Pance átti einnig góðan leik og skoraði 20 stig, Björgvin setti 8 stig, Birgir Björn og Jóhann Jakob 6 stig hvor, Gunnlaugur 5 og Andri Már, Birgir þjálfari og Florian voru hver og einn með 2 stig.
Hjá heimamönnum skiptist stigaskorið nokkuð jafnt en stigahæstir voru þeir Egill Vignisson og Pálmi Geir Jónsson með 14 stig hvor.
Nánari upplýsingar um tölfræði leiksins má nálgast á vef KKÍ.
Deila