Almenn ánægja var með pylsurnar af Muurikka grillinu hjá Húsasmiðjunni!
Það var ekki langt fríið hjá KFÍ. Núna eftir framkvæmdir á 17. júní sem tókst með afbrigðum vel var grillað fyrir gesti og gangandi hjá Húsasmiðjunni. Steini lánaði okkur snilldar Muurikka pönnu og er alltaf jafn þægilegt að grilla á þessari undragræju. Það var ekki annað að sjá á þeim sem fengu sér pylsu (pulsu) en að þetta hafi vakið lukku. Grillarar dagsins voru Daníel Midgley og Helgi Dan. Það var Húsasmiðjan sem bauð upp á veisluna og voru pulsurnar frá SS og Coka-cola með.
Deila