Hið árlega grímuball KFÍ og Ísfólksins verður haldið n.k. laugardag 12. mars í Krúsinni. Hinn stórkostlegi Páll Óskar Hjálmtýsson mun þeyta skífum og syngja fyrir gesti. Þetta er í 14 sinn sem ballið er haldið og fer ágóðinn í að styrkja KFÍ. Þessi viðburður hefur fengið mikla athygli enda mikið í lagt af gestum til að koma í alls kyns búningum og er óhætt að segja að ímyndunaraflið eflist ár frá ári og er alltaf jafn ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til að skemmta sér og öðrum Vinningar eru ekki af lakari taginu og eru fyrirtækin alltaf jafn yndisleg þegar kemur að því að standa við bakið á okkur og eru frábærir vinningar í boði. Gefin eru verðlaun fyrir 1-4 sæti og fyrir frumlegasta búninginn. Nú er bara að láta hugann reika fyrir þá sem eiga eftir að finna sér búning. Það er ekki á hverjum degi sem þú getur verið annar en þú ert !
Dansleikurinn hefst kl. 23 og stendur til 03.00. Tilkynning frá Palla og Ísfólkinu. Palli byrjar alltaf á slaginu 23.00 !!! Og við veitum verðlaunin fyrir búningana kl. 01.00. Þannig að ef þið viljið skemmta ykkur í botn og eiga séns á að vinna til verðauna, þá mætir þú snemma.
Og hlakkar okkur til að sjá ykkur öll.
Við viljum koma þökkum til eftirtaldra fyrirtækja.
Snyrtistofa Sóleyjar, Jón og Gunna, Hamraborg, J.O.V föt, Konur og Menn, Bókahornið, Ametyst, Netheimar, Gamla Bakaríið, Hafnarbúðin, Samkaup, Birkir Ehf, Gullauga, Hótel Ísafjörður, Efnalugin Albert, Dekurhús Dagnýjar, Thai Koon, Bakarinn, Studio Dan, Snerpa, Þristur/Ormsson, Monro, Húsasmiðjan, Krúsin, Landflutningar Samskip, Deila