Bakverðirnir Guðmundur Auðun Gunnarsson og Haukur Hreinsson skrifuðu nýverið undir samning við Vestra um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Guðmundur Auðun Gunnarsson er 27 ára bakvörður alinn upp í Keflavík þar sem hann lék upp yngri flokka og með meistaraflokki. Einnig hefur Guðmundur leikið með FSu og en síðast lék hann með Reyni frá Sandgerði í 1. deild veturinn 2015-2016, þar sem hann skilaði 11,7 stigum að meðaltali í leik. Þótt Guðmundur hafi tekið sér hlé frá körfubolta um hríð er ljóst að hann bætir mikilvægri reynslu í hópinn sem mun án efa hjálpa liðinu í vetur.
Haukur Hreinsson 21 árs leikmaður sem þekkir Jakann inn og út. Hann æfði og lék með KFÍ í yngri flokkum og og meistaraflokki til ársins 2015 þegar hann færði sig til FSu. Þar sem hann lék allt fram á síðasta tímabil með 4,5 stig, 2,6 stoðsendingar og 2,2 fráköst að meðaltali. Haukur er fjölhæfur og öflugur bakvörður sem verður gaman að sjá á aftur á parketinu hér fyrir vestan.
Þeir Guðmundur og Haukur munu einnig sinna þjálfun yngri flokka hjá Vestra. Guðmundur hefur umsjón með 3.-4. bekk stúlkna og minnibolta stúlkna en Haukur sér um þjálfun 7. og 8. flokks stúlkna.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður þá félaga velkomna vestur og hlakkar til samstarfsins.
Deila