Gummi hér í "action". Mynd. Halldór Sveinbjörnsson
Guðmundur Guðmundsson leikmaður 11.flokks hjá KFÍ hefur verið valinn í æfingaúrval U-18 landsliðs Íslands. Hann fer suður um helgina og verður fram á mánudag. Þetta er góð viðurkenning fyrir drenginn og einnig flott viðurkenning fyrir KFÍ og gaman að geta þess að hann er einungis 16 ára og á sér bjarta framtíð líkt og krakkarnir okkar hjá KFÍ. En hafa ber í huga að ekkert fæst gefins og þarf mikinn metnað og fórnfýsi til þess að ná langt :)
Deila