Fréttir

Guðni Ólafur Guðnason í viðtali við kfi.is.

Körfubolti | 28.06.2010
Guðni er hér annar frá vinstri í neðri röð ásamt Íslandsmeisturum KR 1990 og Kovtoun er í efstu rö fyrir miðju. (Mynd www.kr.is/karfa)
Guðni er hér annar frá vinstri í neðri röð ásamt Íslandsmeisturum KR 1990 og Kovtoun er í efstu rö fyrir miðju. (Mynd www.kr.is/karfa)

Það þarf varla að kynna Guðna Ó. Guðnason fyrir lesendum síðunnar. Þessi orkumikli drengur hefur verið hér síðan 1996 og er búinn að marka sitt spor hjá KFÍ og Ísafjarðarbæ. Hann er framkvæmdarstjóri körfuboltabúða KFÍ sem er rétt nýlokið og er þetta í annað skipti á jafnmörgum árum sem þær eru haldnar. Mikill stígandi er í ásókn og var uppselt í ár. Guðni segir að nefnd sem stofnuð var um æfingabúðirnar ætli að gera ráðstafanir til að fjölga aftur næsta sumar og halda áfram að auka gæði búðanna. Hér koma nokkrar spurningar og snörp svör frá kappanum.

1. Hvernir stóð á því að þú fluttir vestur ?
Tók að mér þjálfun KFÍ til 2 ára þegar þeir unnu sér í fyrsta sinn sæti í úrvalsdeild, en þar sem hér er svo gott að vera er ég hér enn þó svo ég sé löngu hættur að þjálfa.

2. Hvað ertu búinn að vera hér lengi ?

Kom haustið 1996

3. Með hvaða liðum hefur þú spilað ?

KR, ÍS og KFÍ

4. Hvað er þín stærsta stund í boltanum ?

Íslandsmeistari með KR 1990

5. Hvernig byrjaði æfingabúðir KFÍ ?

Hugmyndin kom upp í Serbíu þegar við vorum þar með hóp af yngri iðkendum okkar. Helga, Óðni, Sævari og örugglega fleiri góðum datt hreinlega að færa dæmið heim til Íslands. Og gerðu gott betur, hugmynd var komið í framkvæmd og nú hafa búðirnar verið haldnar hér í tvígang og gengið frábærlega vel.

6. Hver er besti leikmaður utan Ísland sem hefur spilað hér á landi ?

Alltaf erfitt að bera leikmenn saman í tíma. Erlendu leikmennirnir voru betri fyrst árin held ég, Dirk Dunbar, Stewart Johnson og fleiri góðir voru mun nær atvinnumensku í NBA heldur en þessir strákar sem koma hingað núna. Reyndar spilaði Stew í ABA ef ég man rétt. Held ég svari þessu þannig að besti erlendi sem ég lék með var Anatolij Kovtoun heitinn sem ég spilaði með í KR íslandsmeistaratímabilið, mikill snillingur og sigurvegari.

7. Hver er/var besti íslenski leikmaðurinn ?

Pétur Guðmundsson, Jón Sigurðsson og svo í nútímanum Jón Arnór Stefánsson.

8. Ertu orðinn Ísfirðingur ? :)

Já, já, fyrir löngu síðan

9. Hver er þín fyrirmynd ?

Ætli það hafi ekki verið Jón Sig, aðalhetjan og minn fyrsti þjálfari í meistaraflokki.

10. Hvaða sport stundar þú í dag ?
Golf og blak og dett í ræktina af og til

11. Eitthvað að lokum ?

Þú uppskerð eins og þú sáir. Æfingin skapar meistarann

Við þökkum Guðna fyrir og hleypum honum til að sinna húsverkum.

Deila