Fréttir

Gunnlaugur genginn til liðs við KFÍ

Körfubolti | 08.01.2015
Gunnlaugur Gunnlaugsson á siglingunni í leik með UMFB. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.
Gunnlaugur Gunnlaugsson á siglingunni í leik með UMFB. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.
1 af 2

Gunnlaugur Gunnlaugsson framherji er genginn til liðs við KFÍ. Gunnlaugur er uppalinn í KFÍ og steig sín fyrstu skref með félaginu í yngri flokkum. Hann spilaði með meistaraflokki KFÍ veturinn 2005-2006 og lék alls 20 leiki með meistaraflokki á árunum 2005-2009. Gunnlaugur hefur stundað æfingar með Ármanni í Reykjavík í haust en lék síðast með UMFB í 2. deild karla tímabilið 2011-2012 þar sem hann skoraði að meðaltali 14 stig í leik og var með 10 fráköst.

 

Þá hefur Haukur Hreinsson ákveðið að söðla um en hann flutti um áramótin á Selfoss og gekk til liðs við FSu. Haukur var með 3,0 stig og 2,7 fráköst að meðaltali í 9 leikjum með KFÍ í vetur.

Deila