Meistaraflokkur karla og unglingaflokkur munu keppa hér heima um helgina. Fyrst er komið að unglingaflokk sem fær Njarðvík í heimsókn og er sá leikur á laugardaginn 11. febrúar og hefst kl. 15.30 !
Síðan mun meistaraflokkur taka á móti ÍG og er sá leikur á sunnudaginn 12. febrúar og hefst kl. 19.15
Við hvetjum alla að koma á leikina og taka þátt í leiknum !
Einnig er gaman að segja frá því að KFÍ-TV og Sport-TV munu hefja tilraunaútsendingu kl. 19.05 frá leiknum með það í huga að hefja samstarf og er mikil tilhlökkun hjá báðum aðilum.
Deila